Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 10. júní 2016 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Payet stal senunni í opnunarleiknum
Mynd: Getty Images
Frakkland 2 - 1 Rúmenía
1-0 Olivier Giroud ('57)
1-1 Bogdan Stancu ('65, víti)
2-1 Dimitri Payet ('89)

Frakkar mættu Rúmenum í opnunarleik EM og bjuggust flestir við sigri heimamanna sem mættu til leiks með afar sterkan leikmannahóp.

Rúmenar byrjuðu þó betur og fengu tvö færi í upphafi leiks og gátu Frakkar þakkað Hugo Lloris fyrir að vera vel staðsettur þegar hann varði skot sem kom af eins meters færi.

Antoine Griezmann komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar hann skallaði í stöngina og fékk Olivier Giroud nokkur færi sem hann nýtti ekki.

Giroud hafði átt afleitan leik þegar hann kom heimamönnum yfir með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Dimitri Payet. Giroud vann markvörð Rúmena í skallaeinvígi en dómari leiksins hefði líklegast átt að dæma aukaspyrnu því Giroud virtist brjóta á markverðinum í loftinu.

Rúmenar jöfnuðu þó skömmu síðar þegar Patrice Evra gerðist brotlegur innan vítateigs og skoraði Bogdan Stancu örugglega úr vítaspyrnunni.

Payet var líflegasti maður vallarins og þegar allt stefndi í jafntefli gerði hann stórkostlegt sigurmark. Payet sneri þá knöttinn upp í vinkilinn með glæsilegu skoti rétt fyrir utan teig.

Rúmenar blésu til sóknar en komu sér ekki í færi og lokatölur 2-1 sigur Frakka þrátt fyrir hetjulega baráttu Rúmena sem komu mörgum á óvart með góðri frammistöðu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner