Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvarðaþjálfari Fylkis, er að störfum í Annecy sem sérstakur fréttaritari UEFA.com um Ísland. Fótbolti.net spjallaði við Jóhann Ólaf í miðbæ Annecy í gær.
„Hvert lið er með sinn blaðamann, myndatökumann og framleiðanda frá UEFA. Bara fyrir blaðamenn er þetta risastórt, hvað þá fyrir leikmenn," segir Jóhann Ólafur sem er menntaður í íþróttablaðamennsku frá Englandi.
Jóhann er afskaplega hrifinn af Annecy. „Þetta er eins og paradís hérna við frönsku alpana, stöðuvatn í miðbænum og ár út um allt."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en rætt er við Jóhann um íslenska liðið og Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörð íslenska landsliðsins.
Athugasemdir