City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fös 10. júní 2016 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ensku bullurnar stofna til vandræða
Mynd tekin í Marseille í dag skömmu eftir að lögregla beitti táragasi.
Mynd tekin í Marseille í dag skömmu eftir að lögregla beitti táragasi.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa verið að haga sér eins og mestu fífl í Marseille í Frakklandi.

England mætir Rússum annað kvöld og hefur franska lögreglan þurft að hafa afskipti af enskum stuðningsmönnum oft undanfarna daga.

Mörg myndbönd hafa birst af óeirðunum og aðgerðum lögreglunnar sem hefur þurft að beita kylfum, skjöldum og táragasi til að koma ró á lýðinn.

Fótboltabullurnar hafa verið að lenda í slagsmálum við rússneska stuðningsmannahópa og innfædda, en hörðustu stuðningsmenn Marseille eru þekktir víða um Evrópu fyrir að vera einstaklega harðir í horn að taka.






Athugasemdir
banner
banner
banner