City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fös 10. júní 2016 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Payet mögulega búinn að gera mark mótsins
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet var magnaður í opnunarleiknum þegar Frakkar rétt mörðu Rúmena með tveimur mörkum gegn einu.

Payet var allt í öllu í sóknarleik Frakka en staðan var þó aðeins 1-1 þegar stutt var í lokaflautið.

Það breyttist á 89. mínútu þegar Payet skoraði það sem gæti orðið að marki mótsins.

Payet fékk þá boltann fyrir utan vítateig Rúmena, kom knettinum framhjá einum varnarmanni og þrumaði honum svo í markvinkilinn með vinstri.

Markið er hægt að sjá hér fyrir neðan og að sjálfsögðu er Guðmundur Benediktsson með lýsinguna á tæru.



Athugasemdir
banner
banner