Dimitri Payet var magnaður í opnunarleiknum þegar Frakkar rétt mörðu Rúmena með tveimur mörkum gegn einu.
Payet var allt í öllu í sóknarleik Frakka en staðan var þó aðeins 1-1 þegar stutt var í lokaflautið.
Payet var allt í öllu í sóknarleik Frakka en staðan var þó aðeins 1-1 þegar stutt var í lokaflautið.
Það breyttist á 89. mínútu þegar Payet skoraði það sem gæti orðið að marki mótsins.
Payet fékk þá boltann fyrir utan vítateig Rúmena, kom knettinum framhjá einum varnarmanni og þrumaði honum svo í markvinkilinn með vinstri.
Markið er hægt að sjá hér fyrir neðan og að sjálfsögðu er Guðmundur Benediktsson með lýsinguna á tæru.
„Mark mótsins er bara komið!“ - @GummiBen
— Síminn (@siminn) June 10, 2016
Dimitri Payet með ótrúlegt mark á 89. mínútu. 2-1#FRA #ROU #EMÍSLAND pic.twitter.com/vxTVtoBNGI
Athugasemdir