City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fös 10. júní 2016 20:36
Ívan Guðjón Baldursson
Myndbönd: Giroud og Stancu skora fyrstu mörk EM
Mynd: Getty Images
Það er aðeins stundarfjórðungur eftir af venjulegum leiktíma í opnunarleik Evrópumótsins í Frakklandi 2016.

Búist var við að Frakkar myndu fara illa með Rúmena í opnunarleiknum en stoltir Rúmenar hafa barist eins og ljón.

Bæði lið fengu færi til að komast yfir áður en Olivier Giroud skoraði opnunarmarkið með skalla.

Skömmu síðar gerðist Patrice Evra brotlegur innan vítateigs og jafnaði Bogdan Stancu úr vítaspyrnu.

Leikurinn, rétt eins og allir aðrir leikir mótsins, er í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans og hefur Síminn verið duglegur við að birta myndbönd úr leiknum á Twitter síðu sinni.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner