Róbert Óli, bróðir Ara Freys Skúlasonar, fylgdist með opnu æfingunni hjá íslenska landsliðinu í dag ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna.
Róbert sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann færi í gegnum allan tilfinningaskalann þegar hann horfir á bróður sinn í landsleik.
„Maður verður stressaður og glaður. Það fara allar tilfinningar af stað," segir Róbert.
Lars og Heimir gerðu Ara að vinstri bakverði þar sem hann hefur blómstrað í landsleikjum. Róbert segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hafi lukkast.
„Hann getur spilað flestar stöður nema markvörð... og hafsent kannski. Hann er harður nagli og hefur alltaf verið, frá því hann var pjakkur."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Ert þú á EM-flakki um Frakkland?
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 10, 2016
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir myndir og annað efni! pic.twitter.com/BqSlsy0eGV
Athugasemdir