Sviss og Albanía mætast í fyrsta leik morgundagsins á Evrópumótinu en liðin eru ásamt Frökkum og Rúmenum í A-riðli.
Svisslendingar eru taldir sigurstranglegri en ekki má vanmeta Albanina sem enduðu fyrir ofan Dani og Serba í undankeppninni auk þess að sigra Portúgal á útivelli.
Svisslendingar eru taldir sigurstranglegri en ekki má vanmeta Albanina sem enduðu fyrir ofan Dani og Serba í undankeppninni auk þess að sigra Portúgal á útivelli.
Leikur liðanna á morgun verður sérstakur vegna þess að Xhaka-bræðurnir gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast á Evrópumótinu.
Bræðurnir ólust upp hjá Basel og léku saman upp yngri flokka svissneska landsliðsins auk þess að vera samherjar hjá Basel.
Yngri bróðirinn, Granit, varð ungur að lykilmanni á miðju svissneska landsliðsins. Hann er fæddur 1993, á 41 landsleik að baki og er nýlega genginn til liðs við Arsenal.
Eldri bróðirinn, Taulant, kaus að spila fyrir Albaníu og á 10 leiki að baki. Hann er varnarmaður og leikur fyrir Basel.
Athugasemdir