Slutsky gerði CSKA að rússneskum meisturum þrjú ár í röð áður en hann tók við landsliðinu síðasta ágúst.
Leonid Slutsky, landsliðsþjálfari Rússa, var ansi kokhraustur þegar hann mætti á fréttamannafund fyrir leik Rússlands gegn Englandi sem fer fram annað kvöld.
Rússar eru í áhugaverðum B-riðli með Slóvökum og Walesverjum auk Englendinga.
Rússar eru í áhugaverðum B-riðli með Slóvökum og Walesverjum auk Englendinga.
„Rooney er búinn að breyta leikstílnum sínum, hann er ekki sami leikmaður og hann var," sagði Slutsky.
„Hann minnir mig á Vagner Love þegar hann kom til CSKA Moscow árið 2004. Þá var hann magnaður sóknarmaður en með árunum fór hann að færa sig aftar á völlinn og varð að leikstjórnanda.
„Rooney er að gera það sama en það væri ósanngjarnt að segja að hann sé verri leikmaður en hann var, bara öðruvísi."
Slutsky segist hafa verið sáttur þegar hann sá að England var þjóðin sem Rússar fengu í riðilinn sinn úr efsta styrkleikaflokki.
„Við töluðum um fyrir dráttinn að England yrði þægilegasta liðið til að mæta úr efsta styrkleikaflokknum.
„Við áttum okkur samt fullkomlega á gæðum enska landsliðsins og vitum að það eru engir auðveldir andstæðingar á Evrópumótinu."
Athugasemdir