City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fös 10. júní 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Þjóðhátíðarpartý í Marseille
Icelandair
Mynd: Þjóðhátíðarpartý
Evrópumótið í knattspyrnu hefst í dag og eru Íslendingar farnir að streyma til Frakklands til þess að horfa á okkar menn keppa á stóra sviðinu.

Sérstakur viðburður fyrir Íslendinga er skipulagður á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, næsta föstudag.

„Hugmyndin að þessum viðburði kom upp fyrir svolitlu síðan í ljósi þess að engin skipulögð dagskrá væri fyrir Íslendinga á EM. Það var því farið í það að finna stað sem mætti þeim öryggiskröfum sem gerðar eru en mikið eftirlit og ströng gæsla mun vera í kringum viðburðinn," segja skipuleggjendur viðburðarins.

„Svo var ákveðið að fá einhverja skemmtilega skemmtikrafta til að koma út og taka þátt í gleðinni en Sóli Hólm, Herbert Guðmunds ásamt Degi B. Eggerts og fleirum munu taka þátt í gleðinni."

„Þetta verður bara ekta Íslendingaparty og tilvalið fyrir fólk á öllum aldri að láta sjá sig en takmarkað magn miða er í boði."

Miðaverð er 3.500 kr. en miðasala fer fram á tix.is.



Athugasemdir
banner
banner
banner