
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, heldur upp á fimmtugs afmæli sitt í dag.
Landsliðsmenn Íslands sungu afmælissönginn fyrir hann áður en æfing liðsins hófst nú rétt í þessu.
Um er að ræða lokaæfingu fyrir stórleikinn gegn Króötum annað kvöld.
Besta afmælisgjöfin fyrir Heimi yrði án efa sigur í þeim leik en Ísland myndi þá komast upp að hlið Króatíu á toppi riðilsins.
Athugasemdir