
„Af hverju að laga eitthvað sem er ekki bilað? Ég er rosalega fastheldinn á þessu liði sem hefur verið," segir Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á sunnudag.
10 af 11 leikmönnum í líklegu byrjunarliði Tryggva mynduðu byrjunarliðið á EM í Frakklandi í fyrra. Eina breytingin er að Alfreð Finnbogason kemur inn fyrir Kolbein Sigþórsson sem er meiddur.
![]() |
„Það er ákveðið traust á byrjunarliðið sem hefur alltaf verið. Þetta byrjunarlið er gefins finnst mér," sagði Tryggvi en er einhver leikmaður sem gerir tilkall í liðið fyrir utan þá leikmenn sem hann velur í liðið?
„Aron Sigurðar gæti gert tilkall en hann er líka jóker sem gæti komið inn með hraða og tækni og gert eitthvað síðasta korterið."
Ísland er í 2. sæti í riðlinum eftir fyrri umferðina á meðan Króatar sitja á toppnum.
„Við erum á heimavelli og þetta er lið sem okkur hefur dauðlangað að vinna lengi. Við eigum harma að hefna og ég veit að það er hugur í strákunum að taka Króatana. Við erum á fínum stað í riðlinum og sigur myndi koma okkur á mjög góðan stað."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir