
Króatar verða án miðjumannsins öfluga Ivan Rakitic og markmannsins Danijel Subasic í leiknum gegn Íslandi á morgun.
Lovre Kalinic tekur stöðu Subasic í markinu en aðalspurningamerkið í byrjunarliði Króata fyrir leikinn er hver kemur inn á miðjuna fyrir Rakitic.
Mateo Kovacic, miðjumaður Real Madrid, þykir líklegastur í það verkefni.
Kovacic á ekki alltaf fast sæti á miðjunni hjá Króötum en hann byrjaði fyrri leikinn gegn Íslandi í nóvember í fyrra þar sem Luka Modric byrjaði á bekknum vegna meiðsla.
Lovre Kalinic tekur stöðu Subasic í markinu en aðalspurningamerkið í byrjunarliði Króata fyrir leikinn er hver kemur inn á miðjuna fyrir Rakitic.
Mateo Kovacic, miðjumaður Real Madrid, þykir líklegastur í það verkefni.
Kovacic á ekki alltaf fast sæti á miðjunni hjá Króötum en hann byrjaði fyrri leikinn gegn Íslandi í nóvember í fyrra þar sem Luka Modric byrjaði á bekknum vegna meiðsla.
Annar möguleiki í stöðunni er að Marcelo Brozovic fari af kantinum inn á miðjuna og Mario Mandzukic fari þá úr fremstu víglínu á kantinn. Nikola Kalinic myndi þá byrja frammi.
Hér er hins vegar líklega byrjunarlið að mati Fótbolta.net en þar byrjar Kovacic á meðan Nikola Kalinic er ekki í liðinu.
![]() |
Athugasemdir