sun 10. júní 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: H-riðill - 4. sæti
Japan
Nær Japan að gera betur en fyrir fjórum árum?
Nær Japan að gera betur en fyrir fjórum árum?
Mynd: Getty Images
Akira Nishinho fær lítinn tíma til að undirbúa japanska liðið.
Akira Nishinho fær lítinn tíma til að undirbúa japanska liðið.
Mynd: Getty Images
Kagawa og Honda eru bestu leikmenn Japan. Þeir verða að eiga gott mót ef Japan á að fara upp úr riðlinum.
Kagawa og Honda eru bestu leikmenn Japan. Þeir verða að eiga gott mót ef Japan á að fara upp úr riðlinum.
Mynd: Getty Images
Yoshinori Muto.
Yoshinori Muto.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að þessu. Spá Fótbolta.net fyrir riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lýkur í dag.

Á þessum sunnudegi rúllum við yfir síðasta riðilinn, H-riðilinn, sem inniheldur Japan, Pólland, Sengeal og Kólumbíu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil
Spáin fyrir G-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir H-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Japan, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 61.

Um liðið: Japan stóð sig ekki vel á HM fyrir fjórum, olli miklum vonbrigðum. Liðið hefur ekki verið sérstakt í undirbúningnum fyrir mótið. Tveimur mánuðum fyrir mót var Vahid Halilhodzic rekinn sem þjálfari liðsins og Akira Nishino ráðinn í hans stað. Það er ekki vænlegt til árangurs hversu lítinn tíma nýr þjálfari Japan og það er ekki hægt að búast við miklu af þessu liði.

Þjálfarinn: Akira Nishino var ráðinn í apríl og fær aðeins tvo mánuði til þess að undirbúa liðið fyrir stóra sviðið í Rússlandi. Nishino er fæddur í Saitama í Japan árið 1955. Hann lék 12 landsleiki fyrir Japan og byrjaði þjálfaraferilinn á því að þjálfa unglingalandslið Japan, U20 og U23 landsliðið.

Hann hefur ekki þjálfað frá 2015 en áður en hann tók sér frí hafði hann verið að þjálfa félagslið í heimalandinu. Nú er honum hent í djúpu laugina, japanska landsliðið á HM.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í riðlakeppninni.

Besti árangur á HM: Komust í 16-liða úrslit 2002 og 2010.

Leikir á HM 2018:
19. júní, Kólumbía - Japan (Saransk)
24. júní, Japan - Senegal (Ekaterinburg)
28. júní, Japan - Pólland (Volgograd)

Af hverju Japan gæti unnið leiki: Japan er með reynslumikið lið og sumir af leikmönnunum eru að fara að taka þátt í sínu þriðja Heimsmeistaramóti. Þeir vita við hverju er að búast á mótinu í Rússlandi, það hjálpar. Reynslumeiri leikmennirnir verða að leiða liðið áfram eftir erfiða síðustu mánuði.

Í Japan eru ekki bara reynslumiklir leikmenn, það eru líka hæfileikaríkir leikmenn. Keisuke Honda og Shinji Kagawa skara þar fram úr á meðal jafningja.

Af hverju Japan gæti tapað leikjum: Þjálfaraskiptin munu hafa sín áhrif, þau komu alltof seint fyrir liðið sem fær ekki nema nokkra daga til þess að vinna með nýja þjálfaranum. Það er ekki langur tími í fótbolta.

Þrátt fyrir að hafa komist á HM hefur liðið ollið vonbrigðum á undanförnu og þarf að stíga upp, og það fljótt.

Stjarnan: Keisuke Honda og Shinji Kagawa eru bestu leikmennirnir í þessu liði. Honda spilar með Pachuca í Mexíkó, er fyrrum leikmaður AC Milan, og Kagawa spilar með Dortmund, en er fyrrum leikmaður Manchester United. Báðir eru þeir góðir í tæknilegu hliðinni og eru mikilvægir í sóknarleik Japan.

Fylgstu með: Yoshinori Muto er góður sóknarmaður. Hann valdi Mainz í Þýskalandi fram yfir nokkur af stærstu liðum Evrópu. Hann hefur slegið í gegn hjá Mainz. Líklegt er að reynslumeiri menn verði teknir fram yfir hann í vali byrjunarliði Japan en hann getur verið leynivopn þeirra inn af bekknum.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Eiji Kawashima; Hiroki Sakai, Maya Yoshida, Tomoaki Makino, Yuto Nagatomo; Makoto Hasebe, Hotaru Yamaguchi; Keisuke Honda, Shinji Kagawa, Genki Haraguchi; Yuya Osako.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: Eiji Kawashima (Metz), Masaaki Higashiguchi (Gamba Osaka), Kosuke Nakamura (Kashiwa Reysol)

Defenders: Yuto Nagatomo (Galatasaray), Tomoaki Makino (Urawa Reds), Maya Yoshida (Southampton), Hiroki Sakai (Marseille, Gotoku Sakai (Hamburger SV), Gen Shoji (Kashima Antlers), Wataru Endo (Urawa Reds), Naomichi Ueda (Kashima Antlers)

Midfielders: Makoto Hasebe (Frankfurt), Keisuke Honda (Pachuca), Takashi Inui (Eibar), Shinji Kagawa (Dortmund), Hotaru Yamaguchi (Cerezo Osaka), Genki Haraguchi (Dusseldorf), Takashi Usami (Dusseldorf), Gaku Shibasaki (Getafe), Ryota Oshima (Kawasaki Frontale)

Forwards: Shinji Okazaki (Leicester), Yuya Osako (Werder Bremen), Yoshinori Muto (Mainz)
Athugasemdir
banner
banner