banner
   sun 10. júní 2018 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Brotist inn á samfélagsmiðla Arnórs Ingva
Icelandair
Arnór Ingvi á fyrstu æfingu landsliðsins í Rússlandi.
Arnór Ingvi á fyrstu æfingu landsliðsins í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö og íslenska landsliðsins lenti í miður skemmtilegu atviki í vikunni þegar brotist var inn á bæði, Facebook og Instagram reikning hans.

Gleðitíðindin eru þó þau, að hann hefur reikninga sína á þessum samfélagsmiðlum til baka.

„Ég fékk hjálp frá fólki sem ég þekki til að fá þetta til baka. Maður er varnarlaus þegar svona gerist og getur ekkert gert. Maður þekkir þetta ekki og veit ekkert hvað maður á að gera. Það er því gott að þekkja fólk sem kann á þetta," sagði Arnór Ingvi aðspurður út í málið.

Hann veit ekki almennilega hvað samfélagsmiðlarþjófurinn gerði við reikninga Arnórs Ingva. Það er þó ljóst að allar myndirnar á Instagram-inu hans voru farnar og þá var búið að loka á ansi marga einstaklinga, þar á meðal aðra landsliðsmenn Íslands.

„Sem betur fer er ég með fólk sem er að hjálpa mér og vinna í því að fá þetta allt til baka."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner