sun 10. júní 2018 08:30
Gunnar Logi Gylfason
Hazard: Ég mun styðja Egyptaland fyrir Salah
Belgía sigraði Egyptaland 3-0 í vináttulandsleik, fyrir HM í Rússlandi, í vikunni.

Mohamed Salah, stjörnuleikmaður Egypta, var ekki með en hann er að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

Eden Hazard, fyrrum liðsfélagi Salah, hrósaði egypska liðinu og sagðist styðja Egyptalandi fyrir Salah, sem hann vonast til að geti spilað með á mótinu.

„Egyptaland er með góða leikmenn. Við náðum stjórn á leiknum og skoruðu snemma sem gerði hlutina auðveldari fyrir okkur," sagði Belginn.

„Við erum ánægðir með að sigra Egypta 3-0. Ég óska Salah alls hins besta og vona að hann snúi aftur. Ég mun styðja Egyptaland á HM fyrir hann."

„Egyptaland er allt öðruvísi án Salah en þeir stóðu sig samt vel. Leikstíllinn þeirra er svipaður og Túnis,"
sagði Hazard um leikinn áður en hann talaði um Salah sjálfan.

„Ég talaði við Salah eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og sendi honum skilaboð, hann er vinur minn og ég vil sjá hann á HM."

Belgía leikur með Englandi, Túnis og Panama í G-riðli á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner