sun 10. júní 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness ráðleggur Frökkum að hafa Pogba á bekknum
Pogba er lentur í Rússlandi.
Pogba er lentur í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness hefur í enn eitt skiptið tjáð sig um Paul Pogba. Souness er ekki hrifinn af leikmanninum eins og glöggir fótboltaáhugamenn hafa tekið eftir.

Í pistli sínum fyrir Sunday Times notar Pogba sem umfjöllunarefni sitt. Hann segir í pistlinum að Pogba eigi ekki að vera í byrjunarliði Frakklands á HM.

„Það eru spurningamerki hjá Frakklandi. Eins og Jose Mourinho hjá Manchester United, þá á Didier Deschamps í vandræðum með að finna kerfi sem nær því besta út úr Paul Pogba," skrifar Souness.

„Þú getur ekki treyst honum miðjumanni og á endanum mun Deschamps sjá það. Hann gæti notað Pogba í að koma inn af bekknum. Ef þú ert 1-0 yfir þá ertu ekki að setja inn á til þess að loka leiknum. Ef þú ert að elta, þá gæti hann gert eitthvað. Hann skilur ekki hvernig á að spila sem miðjumaður."

Það verður að bíða og sjá hvort Deschamps fari að þessum ráðum frá Souness, sem er fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool.

United stuðningsmenn ekki sáttir
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Souness gagnrýnir Pogba, langt frá því. Stuðningsmenn Man Utd eru ósáttir við Souness og segja sumir þeirra að hann sé „heltekinn" af Pogba.















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner