Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. júní 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan sjóðheitur í borg englanna
Zlatan er að spila vel með La Galaxy.
Zlatan er að spila vel með La Galaxy.
Mynd: Getty Images
Zlatan fer ekki með Svíum á HM.
Zlatan fer ekki með Svíum á HM.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er að spila mjög vel með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni vestanhafs.

Zlatan skoraði tvennu með stuttu millibili í seinni hálfleik þegar LA Galaxy lagði Real Salt Lake að velli, 3-0 síðastliðna nótt.

Zlatan hefur byrjað átta leiki, komið við sögu í 11, síðan hann kom til LA Galaxy frá Manchester United í mars. Í þessum 11 leikjum (átta byrjunarliðsleikjum) hefur hann skorað sjö mörk.

LA Galaxy er eins og er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar, af 12 liðum, með 20 stig úr 15 leikjum.


Munu Svíar sakna hans?
Zlatan, sem er 36 ára að aldri, er ekki í sænska landsliðshópnum sem verður til taks á HM í Rússlandi. Zlatan hætti með landsliðinu eftir EM 2016 en hann virtist ýja að því mánuðina fyrir HM að hann væri tilbúinn að snúa aftur fyrir mótið.

Hann var hins vegar ekki valinn í hópinn.

Deilt er um það hvort þetta sé jákvætt eða neikvætt fyrir sænska landsliðið. Liðið hefur gert markalaust jafntefli í síðustu tveimur æfingaleikjum sínum og spurning hvort Zlatan sé saknað.

„Ég held að það hafi bara fín áhrif á Svíana að Zlatan standi við þá ákvörðun að vera hættur með landsliðinu. Auðvitað er hann frábær leikmaður og ultra stór persónuleiki, besti leikmaður liðsins í gegnum árin og myndi styrkja pappírinn gríðarlega, en ég er ekki viss með að hann myndi styrkja liðsheildina að sama skapi jafnmikið."

„Svíar komust á HM eftir að hafa aðlagað sig að spila án hans og ég held það myndi bara draga úr þeim styrk með hann inni. Leikurinn færi að snúast um hann aftur," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, við Fótbolta.net á dögunum.

Svíðþjóð er í F-riðli Heimsmeistaramótsins með Mexíkó, Suður-Kóreu og ríkjandi Heimsmeisturum Þýskalands.

Sjá einnig:
Bjössi Hreiðars um F-riðil: Geta klárlega varið titilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner