Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 10. júlí 2014 15:43
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Berg sagður á leið til Charlton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er á leið til Charlton í ensku Championship-deildinni samkvæmt nýjustu fréttum að utan.

Jóhann sagði við 433.is á dögunum að miklar líkur væru á því að hann væri á leið í enska boltann.

Jóhann er 23 ára vængmaður en hann er að yfirgefa AZ Alkmaar eftir fimm og hálft ár hjá félaginu.

Hann er fæddur 1990 og á 32 landsleiki að baki fyrir Ísland og fimm mörk, þar á meðal þrennuna frægu gegn Sviss í Bern. Hér að neðan má sjá þriðja mark hans í þeim fræga leik.

Charlton hafnaði í 18. sæti Championship-deildarinnar síðasta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner