Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 10. júlí 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ingvar Kale: Vona að það séu ekki allir í sumarbústað
Ingvar Kale, markvörður Vals.
Ingvar Kale, markvörður Vals.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er skemmtilegur leiktími og verður hörkuleikur. Það er alltaf gaman að spila gegn ríkjandi meisturum og það ríkir tilhlökkun," segir Ingvar Kale, markvörður Vals, fyrir leik kvöldsins.

Valur heimsækir Stjörnuna í Pepsi-deild karla klukkan 20 en Valur sem hefur verið á flottu skriði getur skotist upp í 2. sæti,

„Við getum eitthvað byrjað að banka í Evrópusætin en mótið er ekki hálfnað og erfitt að segja hvernig málin munu þróast. Það væri gaman að taka þrjú stig. Við fáum svo þriggja daga frí úr boltanum og það væri gaman að fara með sigur inn í það."

Eftir leikinn mun Valur ekki leika aftur fyrr en mánudaginn 20. júlí.

„Það er hundleiðinlegt að fara inn í svona kafla þar sem maður er ekki að spila eftir einhverja skitu. Við erum ákveðnir í að láta það ekki gerast. Liðið hefur verið að virka vel saman sem heild. Mér finnst okkar sterkasta heild vera liðsheildin, það eru allir tilbúnir að bakka hvern annan upp. Ef einn gerir mistök eða á erfitt uppdráttar er bara næsti maður mættur undir hann," segir Kale.

Stjarnan hefur leikið undir væntingum í sumar en Íslandsmeistararnir eru í sjötta sæti og þurfa að fara að fá meiri kraft í sína stigasöfnun.

„Stjarnan er með hörkulið, við vitum það alveg. Þeir eru ekkert að fara að koma okkur á óvart. Þetta verður virkilega krefjandi leikur. Þetta er eini leikurinn í deildinni í kvöld og ég vona að það verði góð mæting, ég vona að það séu ekki allir í sumarbústað," segir Kale.

Leikur Stjörnunnar og Vals er klukkan 20:00 í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner