Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júlí 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku fékk leyfi hjá Zlatan til að vera númer níu
Lukaku gekk í raðir Man Utd í dag.
Lukaku gekk í raðir Man Utd í dag.
Mynd: Twitter
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku gekk í dag í raðir Manchester United frá Everton fyrir 75 milljónir punda.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við United.

Lukaku hefur spilað í treyju númer 10 hjá Everton undanfarin ár, en hjá United mun hann vera númer níu.

Zlatan Ibrahimovic var númer níu hjá rauðu djöflunum á síðustu leiktíð, en Lukaku fékk leyfi hjá honum til að taka númerið. Zlatan fékk ekki nýjan samning hjá United eftir tímabilið.

„Ég hef alltaf spurt móður mína um hvaða númer ég eigi að hafa á bakinu og ég var vanur að vera númer 10 þar sem hún á afmæli 10. október, og það er tíundi mánuður ársins," sagði Lukaku.

„Þess vegna var ég númer 10. Ég bað núna um að vera númer níu þar sem ég er sóknarmaður."

„Sóknarmenn eru vanalega númer níu. Það er flott tala, og ég bað um leyfi hjá Zlatan Ibrahimovic. Ég vil þakka honum fyrir að leyfa mér að vera númer níu," sagði Lukaku.

Lukaku mun fylgja í fótspor Zlatan, Anthony Martial, Radamel Falcao, Dimitar Berbatov, Louis Saha, Andy Cole og Brian McClair þegar hann mun klæðast treyju númer níu hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner