Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   mið 10. júlí 2024 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Englands og Hollands: Guehi inn fyrir Konsa - Malen byrjar
Marc Guehi kemur aftur inn í vörnina
Marc Guehi kemur aftur inn í vörnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England og Holland mætast í síðari undanúrslitaleik Evrópumótsins á Signal Iduna Park í Dortmund í Þýkskalandi klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, gerir eina breytingu frá sigrinum á Sviss í 8-liða úrslitum. Marc Guehi hefur tekið út leikbann og mætir aftur inn fyrir Ezri Konsa.

Þá gera Hollendingar eina breytingu. Donyell Malen, sem skoraði tvö í 16-liða úrslitum gegn Rúmeníu, kemur inn fyrir Steven Bergwijn.

Englendingar eru að spila til undanúrslita annað mótið í röð og freistar þess að komast í fyrsta sinn í úrslit á erlendri grundu.

Hollenska landsliðið hefur ekki komist í úrslit síðan 1988 er það vann mótið. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, var lykilmaður í því liði, en hann vonast nú eftir að geta stýrt lærisveinum sínum í úrslitaleikinn.

England: Pickford, Walker, Stones, Guehi, Saka, Rice, Mainoo, Trippier, Bellingham, Foden, Kane.

Holland: Verbruggen, Dumfries, De Vrij, Van Dijk, Ake, Reijnders, Schouten, Simons, Malen, Gakpo, Depay
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner