Jonathan Glenn, sóknarmaður Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld.
Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.
Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.
Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.
Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Breiðablik
„Vinnuframlagið, við vissum að þeir væru með stekt lið og þetta yrði barátta. Þeir settu okkur undir pressu frá fyrstu mínútu, við komumst í gegnum það, skoruðum og náðum að sigra."
Hann segir sigurinn hafa verið sanngjarnan.
„Já, klárlega, við lögðum okkur mikið fram. Ég gaf allt í þetta, vonandi get ég haldið áfram að skora."
Það var vægast sagt heppnisstimpill yfir markinu og Jonathan gat ekki annað en hlegið er hann var spurður út í það.
„Ég veit það ekki, réttur maður á réttum stað," sagði hann hlæjandi.
Hann segir möguleika liðsins góða á að enda í efstu tveim sætunum.
„Við eigum mikla möguleika, við verðum að taka stjórn þegar við getum tekið stjórn og vonandi að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig."
Að lokum játaði Glenn ást sína á Breiðablik og lífinu sem leikmaður liðsins.
„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir