Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 10. ágúst 2015 21:46
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Jonathan Glenn: Þetta er frábært, ég elska þetta
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, sóknarmaður Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld.

Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.

Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Vinnuframlagið, við vissum að þeir væru með stekt lið og þetta yrði barátta. Þeir settu okkur undir pressu frá fyrstu mínútu, við komumst í gegnum það, skoruðum og náðum að sigra."

Hann segir sigurinn hafa verið sanngjarnan.

„Já, klárlega, við lögðum okkur mikið fram. Ég gaf allt í þetta, vonandi get ég haldið áfram að skora."

Það var vægast sagt heppnisstimpill yfir markinu og Jonathan gat ekki annað en hlegið er hann var spurður út í það.

„Ég veit það ekki, réttur maður á réttum stað," sagði hann hlæjandi.

Hann segir möguleika liðsins góða á að enda í efstu tveim sætunum.

„Við eigum mikla möguleika, við verðum að taka stjórn þegar við getum tekið stjórn og vonandi að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig."

Að lokum játaði Glenn ást sína á Breiðablik og lífinu sem leikmaður liðsins.

„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner