Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. ágúst 2017 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Allt um fyrstu umferðina í ensku úrvalsdeildinni
Hvað gerir Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar?
Hvað gerir Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar?
Mynd: Getty Images
Gylfi leikur ekki með Swansea um helgina.
Gylfi leikur ekki með Swansea um helgina.
Mynd: Getty Images
Coutinho er tæpur fyrir leikinn gegn Watford.
Coutinho er tæpur fyrir leikinn gegn Watford.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er vinsælasti leikmaðurinn í Fantasy Permier league.
Romelu Lukaku er vinsælasti leikmaðurinn í Fantasy Permier league.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Kevin De Bruyne gegn nýliðum Brighton?
Hvað gerir Kevin De Bruyne gegn nýliðum Brighton?
Mynd: Getty Images
David Luiz er vinsælasti varnarmaðurinn í Fantasy leiknum, Kane er einnig vinsæll, í framherjastöðuna.
David Luiz er vinsælasti varnarmaðurinn í Fantasy leiknum, Kane er einnig vinsæll, í framherjastöðuna.
Mynd: Getty Images
Mike Dean dæmir opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið.
Mike Dean dæmir opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið.
Mynd: Getty Images
Danny Simpson er vinsælasti leikmaður Leicester í Fantasy leiknum.
Danny Simpson er vinsælasti leikmaður Leicester í Fantasy leiknum.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er kominn til Everton, en þeir mæta Stoke City í fyrsta leik.
Wayne Rooney er kominn til Everton, en þeir mæta Stoke City í fyrsta leik.
Mynd: Getty Images
Chicharito er vinsæll kostur í Fantasy leiknum, hvað gerir hann á sínum gamla heimvelli í 1. umferð?
Chicharito er vinsæll kostur í Fantasy leiknum, hvað gerir hann á sínum gamla heimvelli í 1. umferð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Etienne Capoue var mikilvægur hlekkur í liði Watford á síðasta tímabili.
Etienne Capoue var mikilvægur hlekkur í liði Watford á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez og hans menn í Newcastle mæta Tottenham á sunnudaginn.
Rafael Benítez og hans menn í Newcastle mæta Tottenham á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Hvað gera nýliðar Huddersfield gegn Crystal Palace?
Hvað gera nýliðar Huddersfield gegn Crystal Palace?
Mynd: Getty Images
Nú er loksins komið að því, enski boltinn snýr aftur í öllu sínu veldi. Í þessum lið, upphitun fyrir enska, verður komandi umferð í enska boltanum skoðuð frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Arsenal - Leicester City, föstudag klukkan 18:45.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið mætast í 22. skipti á morgun, Leicester City hefur einungis einu sinni unnið Arsenal frá stofunun úrvalsdeildarinnar. Arsenal hefur unnið þá 14 sinnum og 7 sinnum hefur niðurstaðan verið jafntefli.

Meiðslalistinn.
Arsenal: Gabriel Paulista, Santi Cazorla og Alexis Sanchez.
Leicester City: Danny Drinkwater, Robert Huth og Vicente Iborra.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Arsenal: Frakkinn Alexandre Lacazette er vinsæll í Fantasy leiknum.
Leicester City: Bakvörðurinn Danny Simpson er vinsælasti kosturinn í Leicester liðinu.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Það stefndi allt í markalaust jafntefli á Emirates leikvanginum í Lundúnum 26. apríl síðastliðinn þegar varnarmaður Leicester City, Robert Huth var fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Niðurstaðan í þessum leik var 1-0 sigur Arsenal.

Dómari leiksins.
Mike Dean dæmir opnunarleikinn þetta árið.

Watford - Liverpool, laugardag klukkan 11:30.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Á laugardaginn mætast þessi lið í níunda skipti, Liverpool hefur oftar haft betur, 6 sinnum. Watford hefur sigrað tvisvar sem segir okkur það að viðureignir þessara liða hafa aldrei endað með jafntefli.

Meiðslalistinn.
Watford: Troy Deeney og Mauro Zárate
Liverpool: Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Danny Ings og Adam Bogdan.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Watford: Etienne Capoue skoraði 7 mörk á síðasta tímabili fyrir Watford, hann er vinsælasti leikmaður þeirra fyrir fyrstu umferð.
Liverpool: Það eru tveir leikmenn sem deila þessum titli hjá Liverpool, það eru þeir Sadio Mané og Roberto Firmino.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Síðasta viðureign þessara liða fór fram á Vicarage Road, 1. maí síðastliðinn. Liverpool hafði þar betur 0-1, en Emere Can skoraði þá eitt af mörkum tímabilsins.

Dómari leiksins.
Anthony Taylor dæmir viðureign Watford og Liverpool.

Chelsea - Burnley, laugardag klukkan 14:00

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið hafa mæst sex sinnum, Burnley hefur aldrei tekist að vinna Chelsea, liðin hafa tvisvar sinnum gert jafntefli en í hin skiptin hefur Chelsea liðið haft betur.

Meiðslalistinn.
Chelsea: Tiémoué Bakayoko og Eden Hazard.
Burnley: Dean Marney.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Chelsea: Varnarmaðurinn David Luiz er vinsælastur hjá Englandsmeisturnum fyrir fyrstu umferð.
Burnley: Ben Mee er vinsæll hjá Fantasy spilurum enda ódýr og góður kostur í vörnina.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Pedro kom Chelsea yfir snemma leiks á Turf Moor í leik liðanna í febrúar síðastliðnum en stuttu síðar jafnaði Robbie Brady með marki beint úr aukaspyrnu, niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Dómari leiksins.
Craig Pawson dæmir á Stamford Bridge.

Crystal Palace - Huddersfield, laugardag klukkan 14:00.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið eru að mætast í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Meiðslalistinn.
Crystal Palace: Connor Wickham, Yohan Cabye, Pape Souaré, Bakary Sako og James McArthur
Huddersfield: Martin Cranie, Jonathan Hogg, Nahki Wells og Jon Gorenc Stankovic.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Crystal Palace: Wilfried Zaha lagaði upp 11 mörk á síðasta tímabili og er vinsælastur hjá Crystal Palace.
Huddersfield: Framherjinn Collin Quaner er vinsælasti kosturinn hjá nýliðunum.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Eins og áður hefur komið fram eru þessi lið að mætast í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Dómari leiksins.
Jon Moss dæmir hjá Crystal Palace og Huddersfield.

Everton - Stoke City, laugardag klukkan 14:00.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið eru svo sannarlega ekki að mætast í fyrsta skipti um helgina, heldur í það átjánda! Everton hefur oftar haft betur, sjö sinnum. Sigrar Stoke eru fimm og liðin hafa sex sinnum skilið jöfn.

Meiðslalistinn.
Everton: Aaron Lennon, James McCarthy, Ross Barkley, Funes Mori, Seamus Coleman og Yannick Bolasie.
Stoke: Bojan Krkic, Josh Tymon, Ibrahim Afellay og Stephen Ireland.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Everton: Wayne Rooney sem snéri aftur til Everton í sumar er sá vinælasti.
Stoke: Miðjumaðurinn Joe Allen hefur oftast verið valinn hjá Stoke.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Þann 1. febrúar skildu liðin jöfn 1-1, Peter Crouch kom heimamönnum yfir í upphafi leiks en Ryan Shawcross skoraði sjálfsmark sem tryggði Everton 1 stig.

Dómari leiksins.
Neil Swarbrick er dómari leiks Everton og Stoke.

Southampton - Swansea, laugardag klukkan 14:00.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Liðin eru að fara mætast í 10. skipti á laugardaginn, Southampton hefur oftar haft betur, 6 sinnum, Swansea hefur sigrað tvisvar og tvisvar hafa liðin gert jafntefli.

Meiðslalistinn.
Southampton: Virgil van Dijk.
Swansea: Fernando Llorente, Ki Sung-yueng og Nathan Dyer.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Southampton: Varnarmennirnir Cédric Soares og Ryan Bertrand eru vinsælastir hjá Southampton.
Swansea: Varnarmaðurinn Angel Rangel er vinsælastur hjá Swansea.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Þann 31. janúar mættust liðin síðast, Alfie Mawson kom Swansea yfir í fyrri hálfleik en Shane Long jafnaði þegar síðari hálfleikur var ekki gamall. Það var svo enginn annar en Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði sigurmark leiksins, niðurstaðan 2-1 sigur Swansea.

Dómari leiksins.
Mike Jones fær það verkefni að dæma leik Southampton og Swansea.

West Brom - Bournemouth, laugardag klukkan 14:00.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum, Bournemouth hefur betra sigurhlutfall eftir þessa fjóra leiki, tveir sigrar. Einu sinni hefur verið jafntefli og einu sinni hafa West Brom menn haft betur.

Meiðslalistinn.
West Brom: Allir eru heilir hjá West Brom.
Bournemouth: Steve Cook, Junior Stanislas, Emerson Hyndman og Callum Wilson.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
West Brom: Það er markvörðurinn Ben Foster sem er vinsælasti kosturinn hjá West Brom.
Bournemouth: Charlie Daniels er vinsæll kostur í vörnina.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Þann 25. febrúar síðastliðinn mættust þessi lið á The Hawthorns, það var dagurinn sem West Brom náði í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar að leggja Bournemouth að velli. Craig Dawson og Gareth McAuley skoruðu mörk West Brom í 2-1 sigri, Joshua King skoraði mark gestanna úr vítaspyrnu.

Dómari leiksins.
Bobby Madley dæmir leik West Brom og Bournemouth.

Brighton - Manchester City, laugardag klukkan 16:30.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið eru að mætast í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Meiðslalistinn.
Brighton: Sam Baldock og Beram Kayal.
Manchester City: Benjamin Mendy og Ilkay Gündogan.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Brighton: Varnarmaðurinn Uwe Hunemeier hefur oftast verið valinn í lið af leikmönnum Brighton.
Manchester City: Belginn Kevin De Bruyne er vinsælastur hjá City.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Eins og áður segir eru þessi lið að mætast í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni.

Dómari leiksins.
Michael Oliver er dómari leiks Brighton og Manchester City.

Newcastle - Tottenham, sunnudag klukkan 12:30.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Það er ekki hægt að segja annað en að þessi lið hafi mæst ansi oft, 44 sinnum! Newcastle hefur oftar haft betur, 21 sinni. Tottenham hefur sigrað 17 sinnum og 6 sinnum hafa liðin skilið jöfn.

Meiðslalistinn.
Newcastle: DeAndre Yedlin og Jamie Sterry.
Tottenham: Erik Lamela, Danny Rose, Son Heung-min og Kieran Trippier.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Newcastle: Markvörðurinn Robert Elliot fær þann titil að vera sá vinsælasti hjá Newcastle.
Tottenham: Dele Alli er sá vinsælasti hjá Tottenham, hann er einnig einn sá vinsælasti í Fantasy leiknum.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle kvaddi ensku úrvalsdeildina með stórsigri þegar þeir féllu vorið 2016. 5-1 heimasigur var niðurstaðan þar sem Wijnaldum skoraði tvö, Mitrovic, Aarons og Janmaat settu eitt. Erik Lamela skoraði mark Tottenham.

Dómari leiksins.
Andre Marriner mun vera með flautuna á St James' Park á sunnudaginn.

Manchester United - West Ham, sunnudag klukkan 15:00.

Leikir liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi lið eru ekki að mætast í fyrsta skipti í dag heldur í það fertugasta og þriðja! West Ham hefur átt erfitt uppdráttar gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, Hamrarnir hafa haft betur í fimm skipti, þeir rauðu hafa hins vegar sigrað þá 26 sinnum og liðin hafa skilið jöfn 11 sinnum.

Meiðslalistinn.
Manchester United: Marcos Rojo, Luke Shaw, Ashley Young og James Wilson.
West Ham: Sofiane Feghouli, Cheikhou Kouyate, Diafra Sakho, Andy Carroll og Michail Antonio.

Vinsælastir í Fantasy Premier league.
Manchester United: Romelu Lukaku er ekki bara sá vinsælasti hjá United heldur einnig sá vinsælasti í leiknum.
West Ham: Chicharito er sá vinsælasti hjá West Ham.

Þegar liðin mættust síðast í ensku úrvalsdeildinni.
Juan Mata og Zlatan Ibrahimovic kláruðu West Ham í London þann 2. janúar síðastliðinn, 0-2.

Dómari leiksins.
Martin Atkinsson fær það verkefni að dæma á Old Trafford á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner