Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. ágúst 2017 15:50
Fótbolti.net
Hófið - FH-ingar og hlutlausir fögnuðu sigrinum gegn Val
Uppgjör 14. umferðar
Jón Ragnar var ansi sáttur með sigur FH.
Jón Ragnar var ansi sáttur með sigur FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flott mynd úr leik Fjölnis og KA.
Flott mynd úr leik Fjölnis og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hópefli hjá FH.
Hópefli hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleði hjá Fjölnismönnum.
Gleði hjá Fjölnismönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þóroddur Hjaltalín með flautuna í gær.
Þóroddur Hjaltalín með flautuna í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Heimir Guðjóns með kaffibollann.
Heimir Guðjóns með kaffibollann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen ver vítaspyrnu Sigurðar Egils.
Gunnar Nielsen ver vítaspyrnu Sigurðar Egils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni klæðum við okkur í betri fötin og höldum lokahóf. Þetta er allt til gamans gert til að krydda þá umræðu sem er í gangi um deildina.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Þarna er það stórleikur umferðarinnar sem varð fyrir valinu. FH-ingar unnu Valsmenn 2-1 í Kaplakrikanum. Draumaúrslit fyrir FH-inga og hlutlausa áhugamenn. Valsmenn hafa verið fljótir inn á sporið aftur eftir að þeir misstíga eitthvað en þeir eiga KR í næstu umferð.

Ekki lið umferðarinnar: Lykilmenn Vals voru ekki að finna sig í Krikanum.


Veðravíti umferðarinnar: Hávaðarok og grenjandi rigning á Skaganum gerði það að verkum að leikur ÍA og KR var mjög tilviljanakenndur. Það má gera ráð fyrir því að heimamenn hafi verið sáttari við veðrið en leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Endurkoma umferðarinnar: Árni Snær Ólafsson er kominn aftur í mark ÍA eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Þetta er geggjað," sagði Árni í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR.

Pirringur umferðarinnar: Óli Stefán Flóventsson var bandbrjálaður út í sitt lið eftir 2-1 tap gegn Víkingi Ólafsvík. „Nú er mér að mæta," sagði Óli eftir fimmta tap Grindvíkinga í röð.

Síbrotamaður umferðarinnar: Elfar Freyr Helgason var í basli í vörn Breiðabliks gegn Stjörnunni. Hann braut af sér hvað eftir annað en Þóroddur Hjaltalín dómari sýndi honum vægð og lét eitt gult spjald nægja.

Umferðarteppur: Bæði ÍBV og Grindavík mættu á síðustu stundu í sína leiki. Það urðu tafir á ferðum Herjólfs svo Eyjamenn voru mættir seint í Fossvoginn. Stífla í Hvalfjarðargöngunum gerði svo að verkum að Grindvíkingar voru mættir seint til Ólafsvíkur.

Hópefli umferðarinnar: Leikmenn FH hópuðust að dómaranum ansi oft í sigrinum gegn Val. Þar var fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson fremstur í flokki. FH-ingar gengu eins langt og Ívar Orri dómari hleypti þeim.

Fallbaráttudaður umferðarinnar: Fjölnir og KA gerðu 2-2 jafntefli í Grafarvoginum. Bæði lið eru farin að daðra hressilega við fallbaráttudrauginn sem er rétt fyrir neðan.

Fagn umferðarinnar:


Bræður umferðarinnar: Hrannar Björn og Hallgrímur Mar skoruðu mörk KA. Hallgrímur var á dögunum valinn kynþokkafyllsti leikmaður deildarinnar og við spurðum Hrannar út í það...


Nokkrir sem brosa breitt eftir umferðina:
- Cristian Martinez markvörður Ólsara. Þvílíkur lykilmaður hjá liðinu!
- Heimir Guðjónsson. FH er með á öllum vígstöðvum.
- Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason eru sjóðheitir. Þeir tveir hafa skorað 19 af 23 mörkum FH í Pepsi-deildinni!
- Stjörnumenn hafa drepið Blikagrýluna og unnu báða leikina gegn þeim grænu í deildinni í sumar.

Nokkrir sem geta verið ansi pirraðir eftir umferðina:
- Ólafur Jóhannesson. Hans menn voru vel ólíkir sjálfum sér í leiknum gegn FH.
- KR-ingar. Virtust vera að skora flautusigurmark gegn ÍA en velskur dómari leiksins sá eitthvað athugavert.
- Ágúst Gylfason sá sína menn tapa niður tveggja marka forystu og gera jafntefli gegn KA á heimavelli.
- Sigurður Egill Lárusson fékk trabantinn óeftirsótta í Pepsi-mörkunum.

Dómari umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik Fjölnis og KA. Hefur verið flottur í sumar og er verðlaunaður með bikarúrslitaleiknum á laugardag.

#fotboltinet að lokum


Athugasemdir
banner
banner