Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. ágúst 2017 10:03
Elvar Geir Magnússon
Bikarúrslitaráðstefnan á laugardag - Þýskur stórlax aðalfyrirlesari
Bernd Stöber er aðalfyrirlesari.
Bernd Stöber er aðalfyrirlesari.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn.

Ráðstefna sem þessi hefur verið haldin í tengslum við bikarúrslitin undanfarin ár en það verða FH og ÍBV sem eigast við í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Aðalfyrirlesari þetta árið er Bernd Stöber en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá þýska knattspyrnusambandinu.

Þýsk landslið, allt frá A-landsliðunum niður í yngri landslið, hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna, bæði í karla- og kvennaflokki.

Stöber á að baki langan feril í þjálfun og hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum Þýskalands. Hann hefur starfað hjá þýska knattspyrnusambandinu samfleytt frá árinu 1987. Hann hefur gengt starfi yfirmanns þjálfaramenntunar frá árinu 2009.

Ráðstefnan er opin öllum, kostar 4.500 kr. fyrir meðlimi í KÞÍ*, 7.500 kr. fyrir aðra og innifalið í verðinu er hádegisverður.

Skráning er í gangi en nánari upplýsingar má finna hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner