Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. ágúst 2017 11:35
Elvar Geir Magnússon
Brighton slær félagsmet með kaupum á Kólumbíumanni (Staðfest)
Jose Izquierdo hefur leikið tvo landsleiki fyrir Kólumbíu.
Jose Izquierdo hefur leikið tvo landsleiki fyrir Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Brighton í ensku úrvalsdeildinni hafa slegið félagsmet með því að kaupa kólumbíska vængmanninn Jose Izquierdo frá Club Brugge í Belgíu á 13,5 milljónir punda.

Brighton hefur þegar keypt markvörðinn Mathew Ryan og hollenska miðjumanninn Davy Pröpper og setti líka félagsmet með þeim leikmannakaupum.

Izquierdo er 25 ára og hefur spilað þrjú ár í Belgíu eftir að hafa komið frá kólumbíska liðinu Once Caldas 2014.

Chris Hughton, stjóri Brighton, segir að félagið hafi fylgst með Izquierdo í nokkurn tíma.

„Hann hefur spilað frábærlega fyrir Club Brugge og hjálpaði liðinu að vinna meistaratitilinn 2015/16. Þá var hann einnig leikmaður ársins í belgísku deildinni," segir Hughton.

Fótbolti.net spáir Brighton 18 sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner