Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. ágúst 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito ekki viss um að hann muni fagna ef hann skorar
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez er klár í slaginn gegn Manchester United á sunnudag. Hernandez eða Chicharito eins og hann er oftast kallaður samdi við West Ham í sumar, en hans fyrsti alvöru leikur með liðinu verður gegn gömlu félögunum í Manchester United.

Chicharito var á mála hjá Manchester United frá 2010 til 2015.

Hann gekk í raðir Bayer Leverkusen á 7,3 milljónir punda fyrir tveimur árum og skoraði 39 mörk fyrir þýska liðið.

Chicharito er mættur aftur í enska boltann. Hann snýr aftur á sinn gamla heimavöll á sunnudaginn, en hann er ekki enn búinn að ákveða hvort hann fagni ef hann skorar í leiknum.

„Það myndu koma fram miklar tilfinningar ef ég yrði það heppinn að skora. Gegn gamla liðinu, fyrir framan gömlu stuðningsmennina og á gamla heimavellinum, ég efast um að ég myndi fagna."

„En ef ég myndi skora, þá yrði það mitt fyrsta mark með nýja liðinu, þannig að ég veit ekki," sagði Chicharito.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner