Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. ágúst 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Clement býst við að Everton og Swansea nái að semja um Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjóri Swansea, reiknar með að félagið nái á endanum samkomulagi við Everton um kaupverð fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en Everton hefur ekki verið tilbúið að greiða þá upphæð ennþá.

„Það hefur ekkert samkomulag náðst við annað félag varðandi Gylfa. Viðræður eru í gangi en það er engin lausn komin ennþá," sagði Clement.

„Staðan er sú að við höfum okkar verðmiða á leikmanninum og hitt félagið hefur annan verðmiða. Í augnablikinu er ekki búið að ná samningum um verðmiða. Við reiknum með að félögin nái saman á einhverjum tímapunkti."

„Ég held að þetta verði málamiðlun hjá aðilunum. Það er vanalega það sem gerist í þessari stöðu."


„Auðvitað myndi ég vilja fá lausn eins fljótt og hægt er. Ég hef látið það skýrt í ljós. Þetta er hins vegar há upphæð sem við erum að tala um. Við erum Swansea City. Við erum ekki topp fjögur félag með mikla veltu."

„Ég tel að félagið hafi sinn rétt í málinu. Við viljum ekki selja okkar bestu leikmenn og ef við gerum það, þá vilum við fá rétt verð fyrir þá svo við getum byggt upp fyrir framtíðina."


Clement ætlar að fá nýja leikmenn til að fylla í skarðið ef Gylfi fer.

„Ef að leikmaður með hæfileika Gylfa fer þá þurfum við að fá einn eða tvo mjög góða leikmenn í staðinn," sagði Clement.„Það er mikilvægt að fá gæða leikmenn og gæða leikmenn kosta. Þeir eru ekki ódýrir."
Athugasemdir
banner