Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 10. ágúst 2017 23:09
Hulda Mýrdal
Fanndís: Ég reyndi að brjóta upp leikinn og var að reyna að gera eitthvað
Kvenaboltinn
Fanndís í leik með Blikum
Fanndís í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var eðlilega ekki sátt eftir 2-0 tap fyrir Val í kvöld. Blikar hefðu getað minnkað forskot sem Þór/KA hefur þar sem Þór/KA gerði jafntefli við Fylki í kvöld. Það mistókst hinsvegar og 2-0 staðreynd.

Fanndís: " Já auðvitað, hann sagði mér það, það er mjög svekkjandi en við þurfum að halda áfram."

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Breiðablik

Valsstelpur voru vel skipulagðar í dag og öskufljótt lið Breiðabliks átti lítil svör:
"Þær voru með fimm í vörn og við með boltann 90% af leiknum. Það getur oft verið erfitt að brjóta fimm manna varnarlínu sem liggur inn í þeirra markteig. Við höfðum enginn svör við því nema skot fyrir utan teig sem við náðum ekki að koma ein."

Fanndís átti nokkra spretti upp kantinn en virtist vanta aðstoð : "Nei ég var bara að reyna að brjóta upp leikinn því að þær lágu svo aftarlega. Ég var bara að reyna að gera eitthvað."


Nú misstu Blikar þrjá leikmenn úr byrjunarliði sínu, hafði það áhrif? "Auðvitað eru þær mjög góðir leikmenn, en það á að koma maður í manns stað og við eigum að hafa leikmenn í það. Ég veit það ekki, gæti vel verið. En ég held samt ekki.

Að lokum sagði Fanndís: Þetta er ekki búið "Við þurfum að halda áfram, það misstíga sig greinilega allir, líka liðin fyrir ofan okkur sem er það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner