Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 10. ágúst 2017 23:09
Hulda Mýrdal
Fanndís: Ég reyndi að brjóta upp leikinn og var að reyna að gera eitthvað
Kvenaboltinn
Fanndís í leik með Blikum
Fanndís í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var eðlilega ekki sátt eftir 2-0 tap fyrir Val í kvöld. Blikar hefðu getað minnkað forskot sem Þór/KA hefur þar sem Þór/KA gerði jafntefli við Fylki í kvöld. Það mistókst hinsvegar og 2-0 staðreynd.

Fanndís: " Já auðvitað, hann sagði mér það, það er mjög svekkjandi en við þurfum að halda áfram."

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Breiðablik

Valsstelpur voru vel skipulagðar í dag og öskufljótt lið Breiðabliks átti lítil svör:
"Þær voru með fimm í vörn og við með boltann 90% af leiknum. Það getur oft verið erfitt að brjóta fimm manna varnarlínu sem liggur inn í þeirra markteig. Við höfðum enginn svör við því nema skot fyrir utan teig sem við náðum ekki að koma ein."

Fanndís átti nokkra spretti upp kantinn en virtist vanta aðstoð : "Nei ég var bara að reyna að brjóta upp leikinn því að þær lágu svo aftarlega. Ég var bara að reyna að gera eitthvað."


Nú misstu Blikar þrjá leikmenn úr byrjunarliði sínu, hafði það áhrif? "Auðvitað eru þær mjög góðir leikmenn, en það á að koma maður í manns stað og við eigum að hafa leikmenn í það. Ég veit það ekki, gæti vel verið. En ég held samt ekki.

Að lokum sagði Fanndís: Þetta er ekki búið "Við þurfum að halda áfram, það misstíga sig greinilega allir, líka liðin fyrir ofan okkur sem er það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner