Fanndís Friðriksdóttir var eðlilega ekki sátt eftir 2-0 tap fyrir Val í kvöld. Blikar hefðu getað minnkað forskot sem Þór/KA hefur þar sem Þór/KA gerði jafntefli við Fylki í kvöld. Það mistókst hinsvegar og 2-0 staðreynd.
Fanndís: " Já auðvitað, hann sagði mér það, það er mjög svekkjandi en við þurfum að halda áfram."
Fanndís: " Já auðvitað, hann sagði mér það, það er mjög svekkjandi en við þurfum að halda áfram."
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Breiðablik
Valsstelpur voru vel skipulagðar í dag og öskufljótt lið Breiðabliks átti lítil svör:
"Þær voru með fimm í vörn og við með boltann 90% af leiknum. Það getur oft verið erfitt að brjóta fimm manna varnarlínu sem liggur inn í þeirra markteig. Við höfðum enginn svör við því nema skot fyrir utan teig sem við náðum ekki að koma ein."
Fanndís átti nokkra spretti upp kantinn en virtist vanta aðstoð : "Nei ég var bara að reyna að brjóta upp leikinn því að þær lágu svo aftarlega. Ég var bara að reyna að gera eitthvað."
Nú misstu Blikar þrjá leikmenn úr byrjunarliði sínu, hafði það áhrif? "Auðvitað eru þær mjög góðir leikmenn, en það á að koma maður í manns stað og við eigum að hafa leikmenn í það. Ég veit það ekki, gæti vel verið. En ég held samt ekki.
Að lokum sagði Fanndís: Þetta er ekki búið "Við þurfum að halda áfram, það misstíga sig greinilega allir, líka liðin fyrir ofan okkur sem er það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu í kvöld.
Athugasemdir