Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 10. ágúst 2017 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Borgþórs: Ef við byrjum svona þá vinnum við ekki fleiri leiki
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga í Inkasso-deildinni, var gríðarlega ósáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapinu gegn HK í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Selfoss

Brynjar Jónasson kom HK yfir í byrjun leiks en James Mack jafnaði metin á 16. mínútu. Selfoss féll aftur til baka og fékk sigurmarkið í andlitið á sér þremur mínútum síðar.

Selfyssingar hafa verið að byrja oft illa í leikjum og það varð til þess að liðið tapaði stigum í kvöld.

„Við fáum á okkur hrikalega ódýrt mark á fyrstu sekúndum leiksins og setur leikinn í uppnám en við komum til baka og jöfnum en það var eins stund. Við fáum aftur mark í andlitið og slökum á, við byrjum illa og erum langt frá mönnum," sagði Gunnar við Fótbolta.net.

„Það var ekkert sexy við okkur. Við spiluðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel því er svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Það er búið að vera erfitt fyrir okkur í þremur eða fjórum leikjum á þessu tímabili."

„Það er þannig í fótbolta að það lið sem byrjar af krafti fær meira forskot. Það þýðir ekkert að spara sig þegar maður fær mark í andlitið og við þurfum að skoða þetta eitthvað. Hvort við séum ekki nógu andlega sterkir eða nógu góðir. Við þurfum að bera ábyrgð á því sem er að gerast og við vorum mjög lélegir í dag."


Gunnar segir að ákveðin naflaskoðun þurfi að fara fram núna og sjá hvert er raunverulega vandamálið.

„Þú leggur auðvitað upp með að byrja og enda þetta á krafti. Við viljum byrja okkar leik og okkar leikstíll er góður og markviss. Hann er massívur og við viljum byrja þannig en við gerðum það ekki í dag."

„Við fengum ekki mikið af færum en fengum tvö mjög góð færi eftir fast leikatriði. Við höfum verið að skapa okkur færi og klúðra dauðafærum og það er erfitt að vinna leiki þannig."

„Ef að liðið byrjar leiki svona þá erum við ekki að fara að vinna fleiri leiki. Kannski náum við að kroppa í einhver stig en við þurfum að sýna meiri gæði,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner