Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 10. ágúst 2017 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli um toppbaráttu: Ómögulegt fyrir okkur
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK í Inkasso-deildinni, var sáttur með 2-1 sigur liðsins á Selfyssingum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Selfoss

Brynjar Jónasson kom HK-ingum yfir áður en James Mack jafnaði metin. Brynjar skoraði svo sigurmarkið á 19. mínútu og þar við sat.

Liðið er komið upp í fjórða sæti með 27 stig, fjórum stigum á eftir toppliðinu.

„Þetta var svakalega mikill baráttuleikur og við lögðum svolítið mikið í þetta. Við ætluðum að mæta grimmir til leiks og það heppnaðist hjá okkur," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net.

„Það þróaðist þannig hjá okkur að það sem við gerðum í fyrri hálfleik það dugði okkur. Það var fyrst og fremst vinnusemin í strákunum og hversu mikið þeir voru tilbúnir á að leggja á sig fyrir þessi þrjú stig."

„Við erum með mjög hættulega menn frammi og erum búnir að sýna það hversu öflugir við erum. Annað markið sem Brynjar skoraði er frábærlega vel gert og undirbúningurinn frá Bjarna Gunnarssyni góður en þetta sýnir hversu viljugir og grimmir við erum, bæði varnarlega og sóknarlega."


HK hefur eins og áður segir unnið síðustu fimm leiki í deildinni og er farið að nálgast toppliðin.

„„Við ákváðum að stilla okkur af eftir fyrri umferðina og setja okkur ný markmið. Við erum á fleygiferð og höldum áfram einn leik í einu en svo er það bara næsti leikur og við förum í hann af fullum krafti."

„Það er ómögulegt fyrir okkur. Liðin sem eru þarna uppi eru vel mönnuð, allt frábær lið. Það er erfitt fyrir lið eins og HK að keppa um það en við förum bara í næsta leik til að vinna hann. Við erum að vinna í mikilli uppbyggingu og halda fókusnum á það,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner