Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 10. ágúst 2017 21:31
Mist Rúnarsdóttir
Katrín Ásbjörns: Erum tilbúnar í lokabaráttuna
Katrín skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-2 jafntefli gegn ÍBV
Katrín skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-2 jafntefli gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svolítið svekkelsi að halda þetta ekki út. Mér fannst við vera með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og áttum bara að klára þetta,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 ÍBV

Stjarnan var meira með boltann en gekk illa að skapa sér opin færi gegn þéttu ÍBV-liði.

„Þetta var svolítið svipað og í síðasta leik en við náðum allavegana að koma inn tveimur mörkum. Það var erfitt að opna þær. Þær eru mjög þéttar til baka en mér fannst við vera þolinmóðar og við héldum okkar spili áfram. Svo fáum við á okkur þetta víti í lokin og það var svekkjandi.“

Með sigri í kvöld hefði Stjarnan náð að minnka forskot Þórs/KA á toppi deildarinnar en norðankonur gerðu óvænt jafntefli gegn Fylki. Það tókst ekki en Katrín er engu síður mjög spennt fyrir framhaldinu en framundan eru ekki aðeins fleiri deildarleikir heldur undanúrslitaleikur í bikar á sunnudag og Evrópukeppni í lok mánaðar.

„Við erum mjög spenntar fyrir framhaldinu. Nú er bikarleikur á sunnudaginn og við tökum bara allt það jákvæða úr þessum leik og byggjum ofan á það. Við getum hreinlega ekki beðið. Svo er aftur leikur við Val. Það er nóg af leikjum í ágúst hjá okkur þannig að við erum tilbúnar í lokabaráttuna,“ sagði Katrín.

Nánar er rætt við Katrínu í sjónvarpinu hér að ofan en við spurðum hana meðal annars út í það hvernig er að koma af EM og kúpla sig inn í Pepsi-deildina á nýjan leik og hvernig sé að þjappa hópnum saman eftir að leikmenn hafa verið í ólíkum verkefnum síðustu vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner