Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. ágúst 2017 12:01
Magnús Már Einarsson
Klopp: Skiptir ekki máli hvað Barcelona vill borga
Philippe Coutinho tekur selfie með stuðningsmönnum.
Philippe Coutinho tekur selfie með stuðningsmönnum.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið sé ekki undir neinni pressu að selja Philippe Coutinho til Barcelona.

Liverpool hafnaði öðru tilboði frá Barcelona í Coutinho í gær en það hljóðaði upp á 90,4 milljónir punda.

Coutinho ku sjálfur hafa áhuga á að fara til Barcelona en Klopp segir að Liverpool þurfi ekki að selja, sama hversu hátt tilboðið er.

„Liverpool er ekki félag sem þarf að selja leikmenn. Það er öruggt. Það skiptir ekki máli í lokin hvað þeir vilja borga," sagði Klopp.

„Frá fjárhagslegu sjónarmiði þá er enginn sérstakur verðmiði sem verður til þess að hann fari. Það er engin upphæð sem við erum tilbúnir að samþykkja."

„Markmið okkar er að hafa eins gott lið og mögulegt er. Við viljum halda okkar strákum og bæta við nýjum. Það er okkar markmið."

Athugasemdir
banner
banner