Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. ágúst 2017 13:14
Magnús Már Einarsson
Koeman: Erum nálægt því að ná samningum um Gylfa
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að félagið sé nálægt því að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea.

„Ég hef heyrt sögusagnir um að viðræður hafi siglt í strand. Við erum hins vegar ennþá í viðræðum. Við erum nálægt því að ná samningum," sagði Koeman á fréttamannafundi í dag.

„Auðvitað vilja allir fá fréttir en þetta er alltaf leikur á milli þeirra sem kaupa og selja. Þetta er nálægt því að gerast og vonandi náum við samkomulagi fljótlega."

„Við erum ekki að drífa okkur en við vonumst til að geta náð samningum."


Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en Everton hefur ekki verið tilbúið að greiða þá upphæð ennþá.

Paul Clement, stjóri Swansea, staðfesti í dag að Gylfi verði ekki í leikmannahópnum gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Gylfi hefur ekki spilað með Swansea í síðustu æfingaleikjum fyrir mót en hann hefur hins vegar æft með liðinu að undanförnu eftir að hafa áður sleppt því að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner