fim 10. ágúst 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Leeds neitar að hafa hrækt á andstæðing
Samu Saiz.
Samu Saiz.
Mynd: Getty Images
Leeds hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið neitar ásökunum þess efnis að spænski miðjumaðurinn Samu Saiz hafi hrækt á Joe Davis leikmann Port Vale í leik í enska deildabikarnum í vikunni.

Leeds vann leikinn 4-1 en Saiz skoraði þrennu í leiknum. Um var að ræða fyrsta leik hans á Englandi.

Eftir leikinn sagði Michael Brown, stjóri Port Vale og fyrrum leikmaður Leeds, að Saiz hefði hrækt á Davis í leiknum.

„Leikmaður okkar neitar þessum ásökunum og við vonumst til að skýrsla dómarans staðfesti það," sagði í yfirlýsingu frá Leeds.

„Við erum einnig vonsvikin yfir meðhöndlunina sem leikmenn okkar fengu í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner