Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. ágúst 2017 09:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að kaupa einn í viðbót
Powerade
Mourinho ætlar að versla aðeins meira.
Mourinho ætlar að versla aðeins meira.
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar að gera fjórða tilboðið í Coutinho.
Barcelona ætlar að gera fjórða tilboðið í Coutinho.
Mynd: Getty Images
Dembele er orðaður við Barcelona.
Dembele er orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Isco.
Isco.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer að hefjast og það er nóg að gerast í slúðurdálkum blaðanna. BBC tók saman það áhugaverðasta.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að kaupa að minnsta kosti einn leikmann í viðbót áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Danny Rose (27), vinstri bakvörður Tottenham, og vængmaðurinn Ivan Perisic (28) hjá Inter eru möguleg skotmörk. (Manchester Evening News)

Rose segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Spurs en hann myndi skoða tilboð frá öðru félagi. Honum finnst hann eiga að hafa hærri laun en hann er með. (Sun)

Rose hefur einnig ýtt á Tottenham að eyða peningum en ekki í leikmenn sem þarf að skoða á Google til að komast að hverjir þeir séu. (Sun)

Paris St-Germain er nálægt því að kaupa franska framherjann Kylian Mbappe (18) frá Mónakó á 180 milljónir evra (163 milljónir punda) og hefur þegar náð samkomulagi um liðsfélaga hans, Fabinho (23) sem getur bæði spilað í vörn og á miðju. (Daily Record)

Ef Mbappe fer mun Mónakó gera tilboð í Carlos Bacca (30), sóknarmann AC Milan og Kólumbíu. (Caracol Radio)

Chelsea hefur gert 35 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Alex Oxlade-Camberlain (23) hjá Arsenal. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Skytturnar. (Daily Star)

Arsenal óttast að Alexis Sanchez (28) muni aftur reyna að þvinga félagið til að selja sig. (Daily Mirror)

Barcelona mun snúa aftur með fjórða tilboðið í Philippe Coutinho (25) hjá Liverpool. (Daily Mail)

Jurgen Klopp vill alls ekki missa Coutinho og hann er stærsta hindrunin í viðræðum Barcelona um brasilíska leikmanninn. Marca)

Coutinho mun ekki fara fram á sölu formlega til að þvinga fram sölu, af virðingu við Liverpool. (Sport)

West Ham undirbýr 25 milljóna punda tilboð í William Carvalho (25), miðjumann Sporting Lissabon. (Daily Mail)

Willian (29), miðjumaður Chelsea og Brasilíu, ræddi við Manchester United um möguleika á að vinna aftur undir Jose Mourinho. (Goal)

Newcastle hefur tryggt sér vængmanninn Kenedy (21) á láni frá Chelsea. Brasilíumaðurinn var sendur heim frá æfingaferð Chelsea í Kína eftir ummæli á samskiptamiðlum. (Daily Mirror)

Manchester United er í viðræðum við Zlatan Ibrahimovic (35) um nýjan samning. Zlatan er þó frá út árið vegna meiðsla. (Daily Mail)

Borussia Dortmund hefur tilkynnt Barcelona að félagið þurfi að borga 135 milljónir puda fyrir franska framherjann Ousmane Dembele (20) en spænska stórliðið er í leit að manni í stað Neymars. (Guardian)

Rudi Garcia, stjóri Marseille, segir að franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (30) sé efstur á óskalista sínum en Giroud, sem leikur með Arsenal, hefur ekki áhuga á að fara til Marseille. (L'Equipe)

Marten de Roon (26), miðjumaður Middlesbrough og Hollands, er á leið aftur til Atalanta en hann yfirgaf félagið fyrir ári síðan og gekk í raðir Boro. (Gazette)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, hefur rætt við kollega sinn hjá Arsenal, Arsene Wenger, um að kaupa spænska sóknarmanninn Lucas Perez (28) en Arsenal vill fá 13,4 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Chronicle)

Spænski miðjumaðurinn Isco (25) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Manchester United og Arsenal hafa sýnt honum áhuga. (Independent)

Isco var undir smásjá United þegar Sir Alex Ferguson var stjóri en í skýrslu njósnara sagði að „hann væri ekki nægilega snöggur" og að „höfuð hans væri of stórt fyrir líkamann". (ESPN)

Jordan Amawi (23), varnarmaður Aston Villa, flaug til Marseille í dag og gæti farið í læknisskoðun í dag. Útlit er fyrir að hann fari á láni í eitt ár. (L'Equipe)

Sunderland hefur áhuga á miðjumanninum Grant Leadbitter (31) hjá Middlesbrough. (Sunderland Echo)

Jack Colback (27) miðjumaður Newcastle verður líklega ekki í úrvalsdeildarhópi félagsins. (Shields Gazette)

Antonio Conte hefur sagt stjórn Chelsea board að kaupa Sergi Roberto (25) frá Barcelona. Hann er með riftunarákvæði upp á 36,2 milljónir punda. (Sport)

Joao Cancelo (23), hægri bakvörður Valencia og Portúgal, er nálægt því að fara til Englandsmeistara Chelsea. (Don Balon)

Shay Given (41) hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Stoke, Giannelli Imbula. Hann segir að Frakkinn, sem keyptur var á metupphæð hjá félaginu, hafi aldrei viljað vera hjá Stoke. Hann er á leið til Mónakó. (Off The Ball)

Luka Modric mun missa af fyrri viðureign Real Madrid gegn Barcelona um spænska Ofurbikarinn vegna brottvísunar sem hann fékk í keppninni fyrir þremur árum. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner