Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. ágúst 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mousa Dembele: Við erum ekki hræddir við Wembley
Mynd: Getty Images
Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham, hefur ekki áhyggjur af því að Spurs muni lenda í vandræðum á Wembley í vetur.

Tottenham mun spila á Wembley á tímabilinu á meðan nýr og glæsilegur heimavöllur liðsins er í byggingu.

Á síðasta tímabili spilaði Tottenham á Wembley í Evrópuleikjum, en frammistaðan í þeim var hreint út sagt frekar léleg. Þrátt fyrir það hefur Dembele engar áhyggjur, hann telur að Tottenham-liðið muni fljótt aðlagast því að spila á þessum þjóðarleikvangi Englendinga.

„Við höfum átt nokkra leiki á Wembley þar sem við höfum ekki spilað vel, en mér finnst við líka hafa spilað mjög vel í sumum leikjum þar," sagði belgíski miðjumaðurinn við Talksport.

„Við spiluðum vel í síðsta leik gegn Juventus og ég held að þetta sé ekki eitthvað sem er í höfðinu á okkur. Við erum ekki hræddir við Wembley og við munum aðlagast fljótt."

Sjá einnig:
Tottenham innkastið - Nýr Walker í bakverðinum
Athugasemdir
banner
banner
banner