Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. ágúst 2017 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-kvenna: Mikilvægur sigur KR - Valur vann Breiðablik
Elín Metta Jensen skoraði fyrir Val
Elín Metta Jensen skoraði fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna var að ljúka en KR vann mikilvægan 3-1 sigur á Grindavík á meðan Valur vann Breiðablik 2-0.

KR vann Grindavík 3-1. Guðrún Karitas Sigurðardóttir kom KR-ingum yfir strax á 2. mínútu áður en Carolina Mendes jafnaði metin nokkrum mínútum síðar.

Katrín Ómarsdóttir kom KR yfir á 55. mínútu svo áður en Sigríður María S. Sigurðardóttir gulltryggði sigur KR sem er í baráttu í neðri hluta deildarinnar.

Valur vann 2-0 sigur á Blikum. Hlín Eiríksdóttir kom Val yfir á 14. mínútu áður en Elín Metta Jensen bætti við öðru á 75. mínútu og lokatölur því 2-0. Valur fer í 22 stig í fimmta sæti en Blikar eru í fjórða með 24 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 1 - 3 KR
0-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('2 )
1-1 Carolina Mendes ('10 )
1-2 Katrín Ómarsdóttir ('55 )
1-3 Sigríður María S Sigurðardóttir ('61 )

Valur 2 - 0 Breiðablik
1-0 Hlín Eiríksdóttir ('14 )
2-0 Elín Metta Jensen ('75 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner