fim 10. ágúst 2017 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick: Verður erfitt að halda Keita
Naby Keita í leik með Leipzig
Naby Keita í leik með Leipzig
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi, býst við því að Naby Keita, miðjumaður liðsins, fari til Liverpool á næsta ári. Þetta kemu fram í frétt frá Bild.

Keita, sem var besti leikmaður Leipzig á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar, hefur verið orðaður sterklega við Liverpool í sumar en Leipzig hafnaði þremur tilboðum félagsins í leikmanninn.

Liverpool ákvað að hætta að eltast við hann í bili en félagið getur þó fengið hann næsta sumar á 45 milljónir punda, töluvert lægri upphæð en félagið hefði þurft að borga núna í sumar.

Rangnick býst við því að missa Keita frá félaginu næsta sumar og er Liverpool líklegasti áfangastaðurinn.

„Keita á þann möguleika að fara frá félaginu næsta sumar. Hann mun spila annað tímabil hérna og í Meistaradeildinni en það verður erfitt að halda honum þegar stórlið hafa áhuga," sagði Rangnick við Bild.
Athugasemdir
banner
banner
banner