fim 10. ágúst 2017 11:54
Magnús Már Einarsson
Rodgers hrósar Gylfa
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, hefur tjáð sig um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea. Rodgers fékk Gylfa til Swansea á láni árið 2012 og þekkir vel til leikmannsins.

Everton er að reyna að landa Gylfa en mikil óvissa hefur verið um framtíð hans undanfarnar vikur.

„Þú verður alltaf að vera tilbúinn að missa þína bestu leikmenn. Þetta gerist í nútíma fótbolta. Félagið missti leikmenn þegar ég var þarna en hinir leikmennirnir héldu áfram," sagði Rodgers.

„Ég er viss um að njósnarar Swansea eru að undirbúa sig bakvið tjöldin ef Gylfi fer. Þetta er stórt ef í augnablikinu. Ef hann fer þá koma menn í staðinn."

„Styrkleikinn hjá Swansea hefur alltaf verið liðsheildin. Leikmenn og stuðningsmenn standa saman. Það hefur sannað sig oft í gegnum árin."

„Gylfi er framúrskarandi leikmaður og ef hann fer þá veit ég að það yrði erfitt fyrir hann. Ég fékk hann til Swansea á láni og veit að það var þýðingarmikið fyrir hann. Hann hefur staðið sig frábærlega hér og gerir það áfram þangað til eitthvað breytist."

Athugasemdir
banner
banner
banner