Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. ágúst 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shearer áhyggjufullur: Benítez pirraður og gæti farið
Verður Rafa Benitez áfram hjá Newcastle?
Verður Rafa Benitez áfram hjá Newcastle?
Mynd: Getty Images
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: Getty Images
Newcastle goðsögnin Alan Shearer hefur miklar áhyggjur af því að Rafa Benítez muni yfirgefa félagið. Shearer segir að Benitez sé mjög pirraður á hreyfingarleysi félagsins á leikmannamarkaðnum.

Benítez er með magnaða ferilskrá, en nú er hann hjá Newcastle. Hann kom liðinu upp úr Championship-deildinni og er að fara að stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni, eða hvað?

Newcastle hefur keypt fimm leikmenn í sumar, en Benítez er ekki sagður sáttur með það. Hann vill meira!

„Ég held að það sé ekki víst að hann verði áfram," sagði Shearer við Talksport um Benítez. „Ég fann fyrir pirringi hjá honum eftir að hafa rætt við hann (í gær)."

„Þeir hafa reynt að fá marga leikmenn í sumar og þeir hafa misst af mörgum leikmönnum."

„Þeir hafa reynt, en af mismunandi ástæðum hafa þeir ekki fengið þá leikmenn sem þeir hafa reynt að fá. Þeir hafa verið of seinir og önnur félög hafa verið á undan þeim."

Enska úrvalsdeildin hefst um helgina og Shearer er áhyggjufullur að Newcastle muni fljótlega missa Benítez.

„Það verður erfitt að vinna Newcastle, þeir verða vel skipulagðir og vel drillaðir undir stjórn hans, en Rafa vill gera meira, hann vill komast eins langt með Newcastle og mögulegt er."

„Hann verður að fá merki um það félagið ætli að fá meiri leikmenn, næstu vikur verða gríðarlega mikilvægar fyrir félagið."

Sjá einnig:
Spáin fyrir enska - 12. sæti: Newcastle
Athugasemdir
banner
banner
banner