Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. ágúst 2017 11:00
Mist Rúnarsdóttir
Sigrún Páls: 17 ára stelpur í "gamla liðinu"
Í dag kíkjum við til Ólafsvíkur
Í dag kíkjum við til Ólafsvíkur
Mynd: Aðsend
Sigrún Pálsdóttir, leikmaður Víkings Ó., situr fyrir svörum í dag
Sigrún Pálsdóttir, leikmaður Víkings Ó., situr fyrir svörum í dag
Mynd: Aðsend
Frá leik ÍA og Víkings Ó. fyrr í sumar
Frá leik ÍA og Víkings Ó. fyrr í sumar
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við höldum áfram að skyggnast inn í starfið hjá liðunum í 1. og 2. deild kvenna í gegnum liðinn "Hvað er að frétta". Í dag er komið að því að kíkja til Ólafsvíkur og kynnast 1. deildar liði Víkinga.

Það er Sigrún Pálsdóttir sem sá um að svara nokkrum spurningum um liðið sitt. Hún segir meðal annars að ungt liðið hafa lent í ýmsum áföllum en að það hafi gert leikmenn enn samheldnari og sumarið sé búið að vera afar lærdómsríkt.

Víkingur Ó. situr á botni 1. deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu 12 umferðirnar. Framundan er því hörð botnbarátta þar sem allt verður lagt í sölurnar hjá þessu unga og efnilega liði. Næsti leikur þess er á morgun, föstudag, en þá heimsækir liðið Sindra á Höfn í Hornafirði.

Víkingur Ólafsvík:
Erkifjendur: Öll liðin í botnbaráttunni akkúrat núna
Heimavöllur: Ólafsvíkurvöllur
Fyrirliði: Fehima Líf Purisevic
Þjálfari: Björn Sólmar Valgeirsson

Hvernig er stemningin hjá Víkingi Ó.?
Það er mjög góð stemmning innan liðsins. Ég myndi segja að við höfum aldrei verið jafn samheldnar og við erum núna og það skiptir miklu máli. Það er alltaf mjög gaman hjá okkur, bæði innan vallar sem og utan. Við erum mjög duglegar að peppa hvora aðra, hvort sem það er í leikjum eða á æfingum. Þetta hefur verið frekar erfitt sumar og liðið hefur lent í allskonar áföllum en ég er rosalega stolt af því að það hafi þétt hópinn og við lært helling af því. Við gefumst aldrei upp og erum alltaf tilbúnar að gera allt fyrir hvora aðra.

Hvernig er liðið byggt upp?
Í heildina erum við með mjög ungt lið. Meirihluti hópsins eru stelpur sem ennþá eru gjaldgengar í yngri flokkum. Síðan erum við nokkrar í kringum tvítugt sem erum svona kjarni liðsins en við höfum spilað með meistaraflokknum síðan hann var stofnaður. Eins og er erum við með tvo útlendinga að spila með okkur.

Ertu ánægð með spilamennsku þíns liðs í sumar?
Já, ég er heilt yfir mjög ánægð með spilamennskuna í sumar. Ég held að ég geti kannski bent á tvo leiki þar sem við spiluðum ekki á okkar bestu getu. Annars höfum við verið inni í nánast öllum leikjum og spilað vel en því miður hafa úrslitin ekki dottið okkar megin. Við höfum verið rosalega "óheppnar" í sumar. Liðið hefur lent í mörgum áföllum eins og að missa lykilleikmenn í meiðsli eða annað og hafa þær allra yngstu í hópnum því þurft að stíga upp.

Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur?
Aðalmarkmiðið er að halda okkur uppi.

Lýstu liðinu í þremur orðum:
Duglegar, pirrandi jákvæðar, metnaðarfullar

Hvað hefur komið þér mest á óvart í deildinni í sumar?
Hvað úrslit leikjanna hafa oft verið óvænt. Það sýnir að það geta allir unnið alla í þessari deild.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um:
Við fórum í Ungar-Gamlar um daginn. Það voru 17 ára stelpur í "gamla" liðinu. Það segir allt sem segja þarf.

Eitthvað að lokum:
Allur stuðningur skiptir okkur ótrúlega miklu máli svo við viljum fá alla á völlinn! Áfram Víkingur Ó!
Athugasemdir
banner
banner
banner