Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 10. ágúst 2017 19:45
Elvar Geir Magnússon
Sindri Snær: Verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Sindri Snær er á leið í bikarúrslit í þriðja sinn á fjórum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er á leið í bikarúrslitaleik í þriðja sinn á fjórum árum þegar Eyjamenn leika gegn Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á laugardag.

Sindri var í liði ÍBV sem tapaði fyrir Val í úrslitum í fyrra og þá tapaði hann með Keflavík fyrir KR 2014.

„Þetta er skemmtilegasti leikurinn á Íslandi. Ég er kominn með smá reynslu og þetta verður stórleikur. Ég mun gera allt í mínu valdi til að lyfta dollunni á laugardaginn," segir Sindri.

Hjálpar það ÍBV í komandi leik að hafa farið í úrslitaleikinn í fyrra (þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Val)?

„Já klárlega. Menn hafa meiri tilfinningu fyrir því sem er að fara að gerast. Menn eru að fá fleiri áhorfendur og meira umtal. Það er Evrópusæti undir og menn geta spillt spennustigið á réttan hátt þegar menn þekkja þetta."

Sindri býst við góðri stemningu á leiknum.

„Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum."

Eyjamenn eru í fallsæti í Pepsi-deildinni en Sindri býst ekki við því að það hafi neikvæð áhrif á sjálfstraustið fyrir leikinn á laugardaginn.

„Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn," segir Sindri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner