Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fim 10. ágúst 2017 23:03
Valgerður Stella Kristjánsdóttir
Úlfur: Maður er ekkert að spá hvað maður er mörgum stigum á eftir toppliðinu
Úlfur Blandon, þjálfari Vals.
Úlfur Blandon, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur fyrr í kvöld á móti sterku liði Breiðabliks.

„Já við erum bara ótrúlega sátt með þennan leik, við spiluðum feykilega flottan fótbolta í dag, varnarlega og sóknarlega og ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu. Mér fannst þær leggja sig fram og eiga sigurinn skilið.“

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Breiðablik

Eftir langa pásu í deildinni áttu áhorfendur von á hörkuleik en það virtist sem Úlfur hefði nýtt fríið að einhverju leiti betur en þjálfari Blika.

„Við vorum búin að skipuleggja okkur vel fyrir þennan leik, fyrst og síðast snerist þetta um okkur, við þurftum að loka ákveðnum svæðum og þannig lokuðum við á ákveðna styrkleika hjá Breiðablik og mér fannst við gera það vel í dag. Ég man ekki eftir að þær hafi fengið færi.“

Hann hrósaði svo leikmönnum sínum fyrir flottan leik en aðspurður um stöðuna í deildinni og framhaldið hafði Úlfur þetta að segja:

„Maður er ekkert að spá hvað maður er mörgum stigum á eftir toppliðinu við erum fyrst og síðast að hugsa um einn leik í einu og reyna vera svolítið skipulagðar og spila flottan fótbolta. Við erum ekkert að spá í hvaða lið eru fyrir ofan okkur, bara einn leikur í einu.“

Nánar er rætt við Úlf í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner