Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. ágúst 2017 12:18
Magnús Már Einarsson
Vilhjálmur Alvar dæmir bikarúrslitaleikinn - Fimm dómarar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik FH og ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 16:00 á laugardag.

Vilhjálmur Alvar hefur dæmt vel í Pepsi-deildinni í sumar og hann fær það stóra verkefni að dæma úrslitaleikinn á laugardag. Hann var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni.

Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson.

Líkt og í undanúrslitunum er fimm dómara kerfi en svokallaðir sprotadómarar verða fyrir aftan mörkin.

Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða sprotadómarar á laugardag.

Frosti Viðar Gunnarsson er síðan fjórði dómari leiksins.

Sjá einnig:
Besti dómari umferða 1-11: Finnst dómgæslan hafa verið góð
Athugasemdir
banner
banner
banner