Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. ágúst 2017 09:44
Elvar Geir Magnússon
Wales skýst uppfyrir Ísland á FIFA listanum
Brasilía á toppinn
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið fer niður um eitt sæti á heimslista FIFA en nýr listi var kynntur í morgun.

Wales skýst upp í 18. sætið og gerir það að verkum að Svíþjóð og Ísland fara niður. Svíþjóð er efst norðurlandaþjóða í 19. sæti og Ísland er í 20. sæti.

Næstu mótherjar Íslands í undankeppni HM eru Finnar en strákarnir okkar mæta þeim ytra 2. september. Finnland situr í 110. sæti listans. Stöðuna í riðli Íslands má sjá neðst í fréttinni.

Annars eru stærstu fréttir listans að Brasilía hefur hirt toppsætið af Þýskalandi.

1. Bras­il­ía
2. Þýska­land
3. Arg­entína
4. Sviss
5. Pól­land
6. Portúgal
7. Síle
8. Kól­umbía
9. Belg­ía
10. Frakk­land
11. Spánn
12. Ítal­ía
13. Eng­land
14. Mexí­kó
15. Perú
16. Króatía
17. Úrúg­væ
18. Wales
19. Svíþjóð
20. Ísland
21. Kosta­-Ríka
22. Slóvakía
23. Norður-Írland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner