Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. september 2015 17:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Er ekki kominn tími á breytingar?
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Haraldur Sigfús Magnússon þjálfari Þróttar.
Haraldur Sigfús Magnússon þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Úr leik í Pepsi-deildinni.
Úr leik í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Úr leik í 1. deild.
Úr leik í 1. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍBV og KR eru í Pepsi-deildinni.
ÍBV og KR eru í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Nú þegar knattspyrnuvertíð kvenna er að ljúka þar sem mörg afrek hafa verið unnin og önnur markmið ekki náðst þá er einungis eitt sem liggur á vörum þeirra sem starfa við meistaraflokk í kvennaknattspyrnu. Það er hvernig mótið á að vera byggt upp og nú hefur hver þjálfarinn á eftir öðrum komið og tjáð sína skoðun á þessu fyrirkomulagi. Það er klárt mál að breyta þarf fyrirkomulaginu en hvernig á að gera það og í hverra höndum á það að vera? Ég vil því hvetja KSÍ og félög í íslenskri kvennaknattspyrnu til að setjast niður og finna farsæla lausn á málinu.

Staðan í dag er á mjög viðkvæmu stigi þar sem við erum að sjá lið sem komu upp úr 1. deild fara strax aftur niður og þau sem fara niður fara strax upp aftur með einhverjum undantekningum þó. Eins og úrvalsdeildin hefur þróast í sumar þá eru tvö lið sem eru í sérflokki sem er ekkert óeðlilegt ef tekið er mið af því hvaða vinna býr þar að baki. Þar á eftir koma 5 mjög jöfn lið en svo reka lestina 3 lið sem berjast um að halda lífi sínu í deildinni. 1. deildin var jafnari í ár en hún hefur oft verið, en þrátt fyrir það eru 4 lið þar í sérflokki. Það voru einungis spilaðir 10 leikir í deild sem er hreint út sagt ekki boðlegt fyrir alla sem að þessu standa.

Kvennaknattspyrna stendur frammi fyrir gríðarlegu vandamáli sem felst í brottfalli ungra leikmanna sem má reka að einhverju leyti til fyrirkomulagsins eins og það er í dag. Það eru margar stúlkur sem vilja stunda knattspyrnu að fullum hug en þetta fyrirkomulag gerir þeim engan greiða eins og sjá má á úrslitum sumra liða í sumar. Sama má segja um 2.flokk í íslenskri kvennaknattspyrnu, en þar er því miður komin sú staða að flokkar eru orðnir nær óstarfandi. Þetta kemur aðallega í ljósi þess að þjálfarar þessara flokka þurfa að spila úr flóknum og erfiðum aðstæðum þegar margir leikmenn 2. flokks eru að spila annað hvort í meistaraflokki eða 3. flokki. Hugsa má hvort aldurskiptingin sé rétt eða hvort megi finna betri tengingu frá 3.flokki og upp í meistaraflokk.

Til eru margar tillögur að nýju fyrirkomulagi en hér er ein. Allar hafa þær sína kosti og galla en fyrst og fremst þarf þessi vinna að fara fram ekki seinna en í dag.
(Hér er sýnishorn út frá stöðunni eins og hún er í dag)

Pepsi deild - 12 liða
1.Breiðablik
2.Stjarnan
3.Selfoss
4.Þór/KA
5.ÍBV
6.Fylkir
7.Valur
8.KR
9.UMFA
10.Þróttur
11.FH
12.ÍA

1.deild - 10 liða
1.HK/Víkingur
2.Grindavík
3.Völsungur
4.Augnablik
5.Fjarðarbyggð
6.Fram
7.Víkingur Ó
8.Tindastóll
9.Hammrarnir
10.Álftanes

2.deild - 10 liða
1.Haukar
2.Sindri
3.Fjölnir
4.Einherji
5.ÍR/BÍ/Bol
6.Keflavík
7.Höttur
8.Hvíti Riddarinn
9. (Nýtt lið)
10. (Nýtt lið)

Eins og stað er í dag þá eru 30 lið með starfandi meistaraflokk og væri því möguleiki fyrir tvö lið að koma inn í nýja 2.deild.

Ég vona innilega að þessi mál verði skoðuð við fyrsta tækifæri svo hægt sé að leggja til greinagóða tillögu á landsþingi og sátt ríki um hana.

knattspyrnukveðja
Haraldur Sigfús Magnússon
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner