Study & Play er nýtt prógram hér á landi sem rekið er af knattspyrnukonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur. Study & Play sérhæfir sig í að hjálpa ungum knattspyrnukonum sem langar að ná lengra og verða enn betri og aðstoðar þær við að komast til Bandaríkjana á háskólastyrk samhliða því að spila knattspyrnu.
Báðar hafa þær mikla reynslu sjálfar sem háskólaleikmenn enda spiluðu þær í tveimur bestu háskóladeildum Bandaríkjanna, ACC og Pac-12.
Báðar hafa þær mikla reynslu sjálfar sem háskólaleikmenn enda spiluðu þær í tveimur bestu háskóladeildum Bandaríkjanna, ACC og Pac-12.
Dagný útskrifaðist frá Florida State University í desember síðastliðinn með Bachelor of Science gráðu í Sport Management. Florida State hefur verið með eitt besta háskólaliðið síðastliðin 10 ár.
Þau fjögur tímabil sem Dagný spilaði með sigursælu liðu skólans unnu þær ACC deildina tvisvar sinnum, úrslitakeppni ACC deildarinnar þrisvar sinnum og á loka ári hennar urðu þær Bandarískir háskólameistarar (NCAA Champions) þar sem Dagný var fyrirliði liðsins.
Hún vann einnig til fjölda einstaklingsverðlauna fyrir framúrskarandi árangur á fótboltavellinum en einnig fyrir góðan námsárangur samhliða fótboltanum.
Thelma Björk útskrifaðist frá University of California, Berkeley í maí síðstaliðinn með Bachelor of Science gráðu í Viðskiptafræði og einnig Bachelor of Arts gráðu í Hagfræði. University of California, Berkeley er í 1. sæti námslega yfir alla opinbera háskóla í Bandaríkjunum og í 20. sæti yfir alla háskóla, bæði opinbera og einkaskóla.
Hún spilaði með liði skólans, sem spilaði í sterkri Pac-12 deild með liðum eins og UCLA og Stanford. Liðið komst í úrslitakeppni NCAA öll fjögur árin og stendur sem er í 21. sæti yfir öll háskólalið Bandaríkjanna.
Thelma Björk vann til verðlauna fyrir góðan námsárangur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr sínu liði.
Fyrir frekari upplýsingar: [email protected].
Athugasemdir