Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   lau 10. september 2016 17:48
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pepsi-deildin: Eyjamenn töpuðu enn og aftur
Óskar Örn skoraði í dag.
Óskar Örn skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KR 2 - 0 ÍBV
1-0 Morten Beck Andersen ('73)
2-0 Óskar Örn Hauksson ('87)

KR og ÍBV mættust í fyrri leik Pepsi-deildarinnar í dag.

KR-ingar voru betri aðilinn í leiknum en það var ekki fyrr en á 73. mínútu sem þeim tókst að skora. Þar var að verki Morten Beck Andersen en hann kom inná sem varamaður tíu mínútum áður.

Stuttu fyrir leikslok bætti Óskar Örn Hauksson svo við marki og tryggði KR góðan 2-0 sigur en Eyjamenn voru að tapa fjórða leiknum sínum af síðustu fimm.

KR fór upp í 7. sæti með sigrinum og er ennþá veik von um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Eyjamenn halda áfram að daðra við fallsæti en þeir eru aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem er í fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner