Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir 1-0 tapið gegn toppliði Vals í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 Breiðablik
„Ég get ekki verið ánægður með að við klikkum alltaf trekk í trekk þegar við eigum séns á Evrópusæti. Við erum í þroskaferli sem gengur erfðilega," sagði Milos eftir leik.
Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina markið í kvöld en hann fylgdi á eftir og kom boltanum í netið eftir að Gunnleifur Gunnleifsson varði hörkuskot frá Einari Karli Ingvarssyni.
„Fókusinn fór hjá ákveðnum manni. Þeir ná góðu skoti og fylgja eftir en við fylgjum ekki á eftir," sagði Milos.
„Ég myndi ekki segja meistarabragur og meistaraheppni, Ég myndi segja meistaragæði. Við fengum svona skot líka en þá gerðist ekkert. Það eru gæði sem vinna þennan leik fyrir þá."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir